Heimili

heimsmarkmiðanna

Hannesarholt skrifaði undir Parísarsamkomulagið í Höfða á vegum Reykjavíkurborgar 2016 og var að líkindum minnsti aðilinn til að gera það.

Hannesarholt hefur ekki aðeins áhuga á að fræða og kenna gestum um Heimsmarkmiðin, heldur er áhersla á það innanhúss að lágmarka kolefnisspor starfseminnar og vinna í anda hringrásarhagkerfisins.

Í Hannesarholti er rekið veitingahús
og hefur alla tíð verið gerð sú krafa að rusl sé takmarkað
eins og frekast er unnt, matarsóun í lágmarki og matseðill
hannaður með það fyrir augum að aðföng séu keypt í
nærumhverfi. Aldrei sé boðið uppá hlaðborð, þar sem þau
framkalla meiri matarsóun en annars konar framreiðsla,
kjöt er ekki á daglegum matseðli og íslenskt grænmeti er
alltaf valið þegar þess er kostur. Umhverfisvænn rekstur á
veitingastað er dýrari, en Hannesarholt gerir kröfu um að
veitingastaðurinn sem er rekinn í húsinu uppfylli gildi
Heimsmarkmiðanna. Um langa hríð hefur Hannesarholt
þrýst á birgja að lágmarka kolefnisspor og umbúðanotkun,
enda vill Hannesarholt vera til fyrirmyndar í
heimsmarkmiðum eins og öðru. Hannesarholt er meðlimur
í Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni og
í Almannaheill, samtökum þriðja geirans.

Add Your Heading Text Here

Ný verk

Valin verk

Um RÝMU